26.04.2018 08:02

Sumarferð 2018
Stefnt er á að fara ríðandi á Þingvelli 13.-15. júlí 2018

Við erum búin að láta taka frá pláss fyrir max 15 manns og max 45 hesta í Skógarhólum sem er skáli á Þingvöllum.

Riðið á föstudeginum 13.júlí til Þingvalla, riðið á Þingvöllum laugardaginn 14. júlí, riðið heim sunnudaginn 15.júlí. Nánari veglýsing seinna.

Gisting er í kojum í tveimur herbergjum eða í tjaldvögnum eða slíku fyrir utan skálann (ekki hægt að komast i rafmagn)

Kostnaður:

4.500 kr /nótt/mann gisting í skála

1.500 kr/nótt/mann gisting í tjaldvagni eða slíku

600 kr/nott/hest

Matarkostnaður: sameiginlegur matur, kostnaði skipt niður.

Þar sem við þurfum að staðfesta pöntun á skálann biðum við ykkur um að skrá ykkur strax, í seinasta lagi til 1. mai á facebook eða á hjá ferðanefndinni

Kær kveðja, ferða- og skemmtinefndin

Kristján, Helga Margrét, Sabine, Jói og Sveinn.


Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 64
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 342908
Samtals gestir: 54777
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 03:33:21