22.11.2018 08:03

Skötuveisla


 

Föstudaginn 23. nóvember n.k. verður Skötuveisla í Íþróttahúsinu á Hellu og hefst kl. 20:00

Matseðill: Kæst skata, saltfiskur, fiskréttur, hamsatólg, kartöflur og rófur.

Eftirréttur: Ábrestir með kanil.

Fjölbreytt skemmtidagskrá. 
Ræðumaður kvöldsins er enginn annar en Magnús Halldórsson, hagyrðingur, hestamaður og ekki síður járnsmiður á Hvolsvelli.
Söngur og gleði í umsjá Eiðs í Hrólfstaðahelli go Birgis Hólm í Neðra-Seli. 

Allur hagnaður rennur til uppbyggingar á félagssvæði hestamanna á Rangárbökkum og undirbúnings Landsmóts hestamanna á Hellu 2020. 

Undirbúningsnefndin!

ATH
Forsala aðgöngumiða er í síma 8645226 og á netfanginu rangarhollin@gmail.com. Hægt er að leggja inn á reikning hátíðarinnar 0308-13-110146 kt. 2508674769. Einnig er hægt að greiða aðgangseyri við innganginn.

Miðaverð: 5.000 kr.

 

Hér á linkur á viðburðinn:

https://www.facebook.com/events/451016535719579/


Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 347498
Samtals gestir: 55389
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 13:32:57