26.09.2020 21:57

52 börn sækja nám í haustreiðskóla Ljúfs á Bjarnastöðum

Í haust stendur Hestamannafélagið Ljúfur í samstarfi við Reiðskólann á Bjarnastöðum í Ölfusi fyrir 9 vikna haustnámskeiði. 52 börn eru skráð til leiks og mæta þau 1x í viku í 120 mín í senn. Lögð er áhersla á að börnin umgangist öll dýrin á Bjarnastöðum af virðingu, læri að undirbúa hrossin fyrir reiðtímann og verði tillitssamir hestamenn og -konur. Kennslan fer fram á Bjarnastöðum þar sem eru til staðar hestar, reiðtygi, reiðgerði, inniaðstaða, fínar reiðleiðir og auðvitað Cora Claas sem er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Við erum mjög glöð yfir þeim frábæru móttökum sem þetta nýja verkefni hefur fengið, sem börn frá Hveragerði, Ölfusi, Þorlákshöfn, Selfossi og Reykjavík taka þátt í.

 

 
 
Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 42
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 429624
Samtals gestir: 71754
Tölur uppfærðar: 12.4.2021 06:08:24