02.02.2016 15:36

Landsmót 2016

Hestamannafélagið Ljúfur má senda eitt hross í hvern keppnisflokk m.v. fjölda félaga í dag.

Fjöldi skráðra félagsmanna í hverju hestamannafélagi fyrir sig segir til um þann fjölda hrossa sem öðlast þátttökurétt á Landmóti.


Dæmi:

Hestamannafélag með 1-125 félaga á félagaskrá öðlast rétt til að senda eitt hross í hvern keppnisflokk; þ.e. A og B flokk, barna-, unglinga- og ungmennaflokk.

Hestamannafélög með 126-250 skráða félaga: 2 hross í hverjum flokki.

Hestamannafélög með 251-375 skráða félaga: 3 hross í hverjum flokki, o.s.frv.

Miðað er við fjölda skráðra félaga á félagaskrá hestamannafélaga 15. apríl 2016 en þá er skiladagur ársskýrslu og félagafjölda til ÍSÍ í gegnum skráningarkerfið FELIX. 

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 153
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 335370
Samtals gestir: 53364
Tölur uppfærðar: 26.9.2018 03:26:19