24.02.2016 10:35

Járninganámskeið hjá Eldhestum - allir geta skráð sig


Járningarnámskeið 5. og 6. mars

  

Járningarnámskeið verður haldið dagana 5 og 6. mars að Völlum í Ölfusi í reiðhöll Eldhesta.

Hvort námskeið stendur yfir í einn dag.

Kennari verður Daniel Van Der Blij.

 

Dagskrá:  Laugardagur 5. mars.  

 

Kl. 08.15 - 09:45.   Stutt almenn kynning og fræðileg framsetning.

Kl. 10:00.  Sýnikennsla og í beinu framhaldi járna þátttakendur undir leiðsögn

Kl. 12:00 - 13:00.  Léttur hádegisverður á Hótel Eldhestum.

Kl.13:00-15:45.  Járning undir leiðsögn og lítil keppni í lok námskeiðs.

Kl. 16:00 - 16:30.  Samantekt og spurningum þáttakenda svarað

 

Dagskrá:  Sunnudagur  6. mars   -  framhaldsnámskeið

 

Kl. 08.15 - 09:45.   Stutt almenn kynning og fræðileg framsetning.

Kl. 10:00.  Sýnikennsla og í beinu framhaldi járna þátttakendur undir leiðsögn

Kl. 12:00 - 13:00.  Léttur hádegisverður á Hótel Eldhestum.

Kl.13:00-15:45.  Járning undir leiðsögn og endað með keppni.

Kl. 16:00 - 16:30.  Samantekt og spurningum þáttakenda svarað

 

 

Daniel hefur verið starfandi járningarmaður í mörg ár, ásamt að kenna járningar  m.a. við Landbúnaðarskólann í Strömsholm. Einnig starfað á dýraspítölum með hesta sem sérgrein. Daniel hefur einnig starfað við járningar á Íslandi í mörg sumur.  Hann var valinn járningarmaður ársins í Svíþjóð árið 2013.

 

Verð:  10.000.- per dag.

 

Innifalið:  Námskeið,  léttur hádegisverður og aðgangur að kaffi allan daginn.

 

 

Bókanir sendist á info@eldhestar.is 

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 64
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 342927
Samtals gestir: 54778
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 04:05:14