19.04.2016 11:51

HESTADAGAR 2016

Hestadagar verða haldnir um land allt dagana 30. apríl og 1. maí næstkomandi.

Landssamband hestamannafélaga stendur að viðburðunum í góðu samstarfi við Íslandsstofu. Hestadagar snúast í stuttu máli um tvennt: 

Skrúðreið kl. 12:30 í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 30. apríl - verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Skrúðreiðin vekur gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni nú í ár mun kór taka lagið á Austurvelli þar sem skrúðreiðin stoppar um stund. Sjá nánari útfærslu hér fyrir neðan. 
Dagur íslenska hestsins 1. maí - alþjóðlegur dagur #horsesoficeland. Fólk um allan heim kynnir íslenska hestinn fyrir vinum og kunningjum, hestamannafélögin um land allt eru með opin hús og gera sér glaðan dag með gestum og gangandi, kynna hestinn og hestamennsku fyrir almenningi og bjóða jafnvel fólki á hestbak og/eða teyma undir börnum. LH og Íslandsstofa hvetja öll hestamannafélög til að opna húsin sín, kynna hestamennskuna í sinni fjölbreyttu mynd í sínu byggðarlagi, hafa gaman og njóta dagsins. Nota tækifærið til að slá á létta strengi!

Horses of Iceland markaðsverkefnið mun opna samfélagsmiðla tengda verkefninu og íslenska hestinum undir heitinu "Horses of Iceland" - vertu með frá upphafi því að þetta er stór dagur í Íslandshestamennskunni!

Skrúðreið kl. 12:00 - Mæting við BSÍ. Hestar og knapar stilla sér upp - forreið fremst - félög í stafrófsröð - tveir fánaberar frá hverju félagi í félagsbúningi. Aðrir í lopapeysum. Snyrtimennska í fyrrúmi hjá hestum og mönnum. ? 12:30 - Riðið af stað upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju. ? 13:00 - Uppstilling fyrir framan Hallgrímskirkju, opnun. ? 13:15 - Skólavörðurstígur - Bankastræti - Austurstræti - Pósthússtræti ? 13:40 - Vonarstræti (stoppað við Austurvöll) - Kór á Austurvelli ? 14:00 - Tjarnargata - Hljómskálagarður - BSÍ Viðburðirnir verða auglýstir í blöðum og á vefmiðlum. Félögin eru hvött til að auglýsa "Dag íslenska hestsins" á sinn hátt í sínu félagi og byggðarlagi.

 Endilega merkja allar myndir sem teknar eru og tengjast viðburðunum með myllumerkinu #horsesoficeland. Dómnefnd velur í lokin bestu myndina sem sýnir hesta, knapa og fallega náttúru og mun þessi mynd vinna vikupassa á Landsmótið í sumar! 
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 64
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 342927
Samtals gestir: 54778
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 04:05:14