13.05.2016 09:02

Æskulýðsreiðtúr laugardaginn 28. maí

Sameiginlegur æskulýðsreiðtúr Háfeta, Sleipnis og Ljúfs verður í Þorlákshöfn þetta árið. Mæting kl. 13:00 laugardaginn 28. maí. Þeir sem ekki vilja fara á hestbak en langar að mæta þá er boðið upp á leiki og húllumhæ á meðan reiðtúrinn stendur yfir. Sjöfn Sæmundsdóttir reiðkennari hefur einnig nokkra reiðskólahesta sem hún býður til láns fyrir þá sem vantar hest, það þarf að hafa samband við hana áður ef áhugi er á því.

Æskulýðsnefndir Háfeta, Sleipnis og Ljúfs, skiptast á að halda þennan reiðtúr árlega
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 64
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 342927
Samtals gestir: 54778
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 04:05:14