11.07.2016 10:07

Hestaferð Ljúfs 5. - 7. ágúst 2016

Kæru Ljúfsfélagar 
Nú er stefnt á þriggja daga ferð dagana 5.-7.ágúst inn í Gljúfurleit sem staðsett er á Gnúpverjaafrétti. Þar verður gist í tvær nætur og hugmyndin er sú að föstudagurinn fari í að ríða inn í Gljúfurleit en þá verður annað hvort lagt af stað frá Búrfellsflötum eða Hólaskógi og bílar/hestakerrur geymdir þar. Á laugardeginnum er stefnt á að fara í skemmtilegan reiðtúr um nærumhverfi Gljúfurleitar en þar eru til að mynda fallegir fossar s.s. Dynkur og Gljúfurleitafoss. Á sunnudeginum  er svo riðið til baka. Æskilegt er að vera með tvo til reiðar og gott væri ef fólk gæti látið vita ef áhugi er fyrir hendi svo hægt sé að áætla fjölda. 
Kveðja Ferða- og skemmtinefnd, nánari upplýsingar hjá Sveini í s. 775 0843 eða Helgu Margréti í s. 863 2251 


Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 64
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 342866
Samtals gestir: 54776
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 02:59:59