26.09.2016 15:11

Frumtamninganámskeið hjá Ljúfi í október

Frumtamninganámskeið hjá Ljúfi í október

Haldið verður frumtamninganámskeið á Sunnuhvoli í október. Kennt verður tvö kvöld í viku í fjórar vikur, klukkustund í senn og á milli eru æfingar heima. Fjórir þátttakendur verða í hóp og kennari er Arnar Bjarki Sigurðarson. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og markmiðið er að það verði reiðfært á námskeiðinu. Námskeiðið kostar 35.000 kr.


Hægt er að hýsa tryppin á Sunnuhvoli á námskeiðstímanum og kostar það 35.000 kr. Innifalið í því er hirðing ásamt æfingaaðstöðunni í reiðhöllinni til að æfa á milli tíma.

Skráning hjá Aldísi í síma 864 4743

Æskulýðs- og fræðslunefnd Ljúfs

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 64
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 342927
Samtals gestir: 54778
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 04:05:14