11.05.2018 13:09

Kvennareiðtúr


Kvennareiðtúr Ljúfs verður laugardaginn 16. júní, mæting kl. 16:00. 
Nánar auglýst þegar nær dregur - takið daginn frá ??
Ferðanefndin

26.04.2018 22:17

Reiðnámskeið hefst 7. maí


Reiðnámskeið hefst í dalnum mánudaginn 7. maí, kennt verður í tvær vikur, tvisvar í viku, alls 4 skipti. Kennari verður Sjöfn Sæmundsdóttir. börn kl. 17:00 og fullorðnir kl. 18:00. Verð 8.000 fyrir fullorðna og 2.000 fyrir börnin - vinsamlega skráið ykkur á facebook síðunni eða hjá nefndinni. Aldís, Bryndís, Smári og Snævar

26.04.2018 20:07

Firmakeppni laugardaginn 26. maíFirmakeppni Ljúfs verður haldin laugardaginn 26. maí. Hópreið frá Tívolíplaninu kl. 13:00. Þeir sem eru til í að aðstoða við undirbúning og framkvæmd eru beðnir að skrá það hér eða hafa samband við Björgu Ólafs eða Janus

26.04.2018 08:02

Sumarferð 2018
Stefnt er á að fara ríðandi á Þingvelli 13.-15. júlí 2018

Við erum búin að láta taka frá pláss fyrir max 15 manns og max 45 hesta í Skógarhólum sem er skáli á Þingvöllum.

Riðið á föstudeginum 13.júlí til Þingvalla, riðið á Þingvöllum laugardaginn 14. júlí, riðið heim sunnudaginn 15.júlí. Nánari veglýsing seinna.

Gisting er í kojum í tveimur herbergjum eða í tjaldvögnum eða slíku fyrir utan skálann (ekki hægt að komast i rafmagn)

Kostnaður:

4.500 kr /nótt/mann gisting í skála

1.500 kr/nótt/mann gisting í tjaldvagni eða slíku

600 kr/nott/hest

Matarkostnaður: sameiginlegur matur, kostnaði skipt niður.

Þar sem við þurfum að staðfesta pöntun á skálann biðum við ykkur um að skrá ykkur strax, í seinasta lagi til 1. mai á facebook eða á hjá ferðanefndinni

Kær kveðja, ferða- og skemmtinefndin

Kristján, Helga Margrét, Sabine, Jói og Sveinn.


18.04.2018 20:41

Frá ferða- og skemmtinefndinni:Laugardaginn 2. júní verður farið í dagsferð um Ölfusið. Lagt af stað úr dalnum kl. 12. Riðið í gegnum Reyki, Hvammsveginn að Hjarðarbóli þar sem við borðum saman. Ríðum smá slaufu sunnanmegin við þjóðveginn og förum í gegnum Reyki til baka. Stoppað á ýmsum stöðum.
Vinsamlegið skráið ykkur hér svo við getum pantað matinn.
 
Sumarferð: 2 nætur um miðjan júlí, nánar síðar

Haustferð: í Hafið bláa verður farið um mánaðamótin ágúst-september, nánar auglýst síðar.

Kveðja, ferða- og skemmtinefnd

15.04.2018 09:56

Hestafjör

Hestafjör 2018 verður haldið í reiðhöll Sleipnis þann 28. apríl. Ljúfsbörn taka þátt eins og áður en að þessu sinni munu þau æfa og sýna atriði með börnunum úr Sleipni og Háfeta. 
Æfingar hefjast 16. apríl.
Fjölmennum á áhorfendabekkina þann 28. apríl
Æskulýðsnefnd Ljúfs

15.04.2018 09:51

Reiðnámskeið


Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið í dalnum sem hefst í lok apríl eða byrjun maí, kennt seinnipart dags, vikulega í 4 skipti. Tveir hópar, annar fyrir börn og hinn fyrir fullorðna. Áhugasamir skrái sig hér eða hjá nefndinni
Æskulýðs-og fræðslunefnd, Aldís, Bryndís, Smári og Snævar

22.02.2018 13:02

Morgunkaffi laugardaginn 24. febrúar

Morgunkaffi verður í félagsheimilinu laugardaginn 24. febrúar kl. 10:30 

Verð 500 kr.

Sjáumst hress og kát

Stjórnin

09.02.2018 11:55

Aðalfundur 2018 - breytt dagsetning


Aðalfundur Hestamannafélagsins Ljúfs verður haldinn í félagsheimilinu þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00


Dagskrá fundarins:

Venjuleg aðalfundarstörf


Áhugasamir félagsmenn óskast til starfa í stjórn og í nefndir


Stjórnin


09.02.2018 11:52

Reiðhallartímar fyrir Ljúfsfélaga


Reiðhöll Eldhesta er opin fyrir Ljúfsfélaga á miðvikudögum 

frá kl. 18:00 - 20:00, fyrsti tíminn er 14. febrúar

04.08.2017 22:29

Félagar í Ljúf

Þann 4. ágúst 2017 eru 138 skráðir Ljúfsfélagar - nýtt félagatal hér á síðunni03.08.2017 11:53

Dekurferð

    Loksins loksins!! Þà er komið að dekurferð 18. - 20. Àgùst. Riðið ùt frà Fossnesi ì Þjòrsàrdal. Þar er gist ì 2 nætur + heitur pottur.

    Sìðasti skràningardagur er 8. Àgùst. Nànari upplýsingar hjà Helgu ì sìma 8632251 og netfanginu helgamargret@simnet.is.

    Ath! Barnlaus ferð.

12.07.2017 21:50

Beit 2017

Frá beitarnefnd Ljúfs

Verð fyrir beit 2017 er 1.500 á hest pr. mánuð, beitin á túnunum við hesthúsin kostar 2.000 kr. Vinsamlega greiðið fyrirfram fyrir beitina inn á reikning félagsins 0314-13-014724 kt. 510682-0689 og skrifið nafn greiðanda sem skýringu. Beitin er aðeins fyrir félagsmenn. 

Nánari upplýsingar hjá Gumma Fúsa í s. 898 6163

  • 1
Flettingar í dag: 68
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 325121
Samtals gestir: 51690
Tölur uppfærðar: 20.5.2018 23:28:48