16.01.2019 12:21

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Ljúfs verður haldinn í félagsheimilinu þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20:00

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf

Á þessu ári á að kjósa um formann og gjaldkera. Formaður og gjaldkeri gefa ekki kost á sér til endurkjörs

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í félagsstarfinu. Kaffiveitingar í boði félagsins


Stjórnin

15.01.2019 12:57

Morgunkaffi 19. janúar

Morgunkaffi fyrir Ljúfsfélaga í félagsheimilinu, laugardaginn 19. janúar kl. 11:00
Fjölmennum og ræðum félagsstarfið í vetur
(500 kr. f. fullorðna í kaffisjóðinn)
Stjórnin

05.01.2019 23:35

Ógreidd félagsgjöld

Til Ljúfsfélaga sem skulda félagsgjald vegna 2018, sjá 5. grein í lögum Ljúfs um félagsaðild:

5. gr. Félagsmaður sem skuldar ársgjald, um áramót sama árs, skal víkja úr félaginu og á hann ekki afturkvæmt í félagið fyrr en hann hafi greitt allar skuldir sínar við það. Brjóti félagi alvarlega af sér gegn lögum og reglum félagsins, er stjórn þess heimilt að víkja honum úr því. Félaga sem vikið er úr félaginu er heimilt að áfrýja þeirri ákvörðun til aðalfundar.

28.12.2018 17:36

Töltskvísur Suðurlands 2019


Ljúfsskvísur sem ætla að vera með í töltskvísuhópnum í vetur eru beðnar að senda tölvupóst á toltskvisur@gmail.com ef þær hafa ekki fengið upplýsingar um greiðslufyrirkomulag o.fl. Senda þarf nafn, netfang og símanúmer.

Töltskvísurnar eru með facebooksíðu - Töltskvísur Suðurlands

28.12.2018 16:20

Frá æskulýðsnefnd Ljúfs


Börn í Ljúfi, 16 ára og yngri fá peysur að gjöf. Hægt verður að máta í félagsheimilinu, laugardaginn 29. desember, frá kl. 12-13. Peysurnar eru frá 66 og heita Frigg. Hægt er að senda skilaboð á facebook með upplýsingum um stærðir

Nánari upplýsingar hjá Aldísi

Æskulýðsnefnd Ljúfs


07.12.2018 09:09

Fundarboð - starfsnefndir


Fimmtudaginn 10. janúar 2019, kl. 20:00 eru nefndarmenn boðaðir til fundar í félagsheimilinu.

Mikilvægt er að sem flestir mæti til að ræða félagsstarfið 2019.

Aðalfundur verður í febrúar

22.11.2018 08:03

Skötuveisla


 

Föstudaginn 23. nóvember n.k. verður Skötuveisla í Íþróttahúsinu á Hellu og hefst kl. 20:00

Matseðill: Kæst skata, saltfiskur, fiskréttur, hamsatólg, kartöflur og rófur.

Eftirréttur: Ábrestir með kanil.

Fjölbreytt skemmtidagskrá. 
Ræðumaður kvöldsins er enginn annar en Magnús Halldórsson, hagyrðingur, hestamaður og ekki síður járnsmiður á Hvolsvelli.
Söngur og gleði í umsjá Eiðs í Hrólfstaðahelli go Birgis Hólm í Neðra-Seli. 

Allur hagnaður rennur til uppbyggingar á félagssvæði hestamanna á Rangárbökkum og undirbúnings Landsmóts hestamanna á Hellu 2020. 

Undirbúningsnefndin!

ATH
Forsala aðgöngumiða er í síma 8645226 og á netfanginu rangarhollin@gmail.com. Hægt er að leggja inn á reikning hátíðarinnar 0308-13-110146 kt. 2508674769. Einnig er hægt að greiða aðgangseyri við innganginn.

Miðaverð: 5.000 kr.

 

Hér á linkur á viðburðinn:

https://www.facebook.com/events/451016535719579/


21.10.2018 17:20

Töltskvísur Suðurlands

Kynningarfundir fyrir Töltskvísur Suðurlands verða haldnir dagana 24. okt og 25. okt kl. 20. Miðvikudaginn 24. október kl. 20 verður fundurinn í reiðhöllinni á Flúðum og fimmtudaginn 25. október í Hlíðskjálf, félagsheimili Sleipnisfélaga, á Selfossi.

 Á þessum fundum verður farið yfir skipulag vetrarins, áherslur, markmið og fleira. Allar hestakonur í hestamannafélögum Geysis, Háfeta, Ljúfs, Loga, Sleipnis, Smára og Trausta eru hvattar til að mæta og kynna sér starfssemi þessa frábæra félagsskapar sem hóf göngu sína síðasta vetur í Sleipni.

Ef fyrirspurnir vakna endilega senda þær á toltskvisur@gmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar :)

21.09.2018 21:52

Reiðvegagerð

Reiðvegagerð sem Ljúfur sér um að framkvæma í bæjaþorpsheiðinni gengur vel. Vegurinn sem nær frá Þorlákshafnarvegi að rörinu í Kömbum er mikil samgöngubót fyrir okkur hestamenn. Í haust verða svo gerð undirgöng undir þjóðveginn, við Velli. Frábær viðbót við okkar góða reiðvegakerfi

20.09.2018 13:33

Töltskvísur veturinn 2019

Veturinn 2018 var stofnaður hópur kvenna hjá hestamannafélaginu Sleipni sem kom saman einu sinni í viku undir stjórn reiðkennarans Rósu Birnu Þorvaldsdóttur og fékk nafnið Töltskvísur Sleipnis. Hópurinn var stofnaður til efla þátttöku kvenna í hestamennsku, styrkja þær sem knapa og bæta hestana þeirra. Fyrirmynd þessarar tegundar reiðkennslu er sótt í Töltgrúbbu Ragnheiðar Samúelsdóttur. Reiðkennslan fer þannig fram að allar konurnar eru samtímis á baki og ríða ákveðnar reiðleiðir í reiðhöllinni. Þannig læra konurnar ýmis hugtök sem notuð eru við þjálfun hrossa í reiðhöllum og um leið þurfa þær að hafa stjórn á hestum sínum, passa millibil og tímasetningar. Slíkar æfingar virka auðveldar, en eins og máltækið segir þá er auðveldara um að tala en í að komast.

Afrakstur æfinga hópsins var svo sýndur á Hestafjöri í reiðhöll hestamannafélagsins Sleipnis, sem fram fór í apríl 2018 og tókst atriðið mjög vel.

Í vetur stendur til að bera út boðskapinn enn frekar, æft verður í Ölfushöllinni og við ætlum að bjóða fleiri konum að vera með. Ákveðið hefur verið að bjóða konum úr hestamannafélögunum Smára, Trausta, Loga, Geysi, Háfeta og Ljúf að taka þátt, auk þess sem að Sleipniskonur verða áfram með. Töltskvísur Sleipnis verða því Töltskvísur Suðurlands. Rósa Birna verður áfram reiðkennari hópsins og kemur til með að stýra æfingum og setja upp reiðleiðir.
Kynningarfundir verða haldnir á Selfossi og á Flúðum í október næstkomandi.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda þær á netfangið toltskvisur@gmail.com

02.06.2018 09:26

Tilkynning frá beitarnefnd LjúfsBeitarnefnd starfar með nýju sniði þetta árið. Beit er skipt í þrjú svæði og er umsjónarmaður með hverju svæði fyrir sig. Vinsamlega hafið samband við umsjónarmann viðkomandi svæðis ef áhugi er á að nýta sér beit.
Svæði 1:
Túnin og stykkin upp í dal, umsjónarmaður Jón Guðlaugsson s. 788 2177
Svæði 2:
Svokallað Eyktarland. Tveir umsjónarmenn. Jóhann Ævarsson s. 896 4529 og e-mail joi@blossi.is og Ægir Guðmundsson sími 857 9141
Svæði 3
Engjastykki. Umsjónarmaður Erla Tryggvadóttir s. 695 5664
Beitin er aðeins fyrir Ljúfsfélaga. Ætlast er til þess að þeir sem eru með hross í beit komi að viðhaldi girðinga í samráði við umsjónarmann. Hestamannafélagið tekur enga ábyrgð á hrossunum sem eru í beitarhólfunum svo við bendum fólki á að hafa hrossin sín tryggð.
Gjald fyrir beit er 2.500 kr. á úthaga og 2.500 kr. á túnin, pr. mánuð.
Umsjónarmenn munu senda út tilkynningu um opnun síns svæðis

Vinnum þetta öll saman og höfum gaman í sumar

Bankareikningur fyrir beitargjöld: kt. 510682-0689, banki 0314-13-14724

Beitarnefndin

01.06.2018 09:55

Opið gæðingamót og úrtaka fyrir landsmót

Gæðingamót og úrtaka Sleipnis, Ljúfs og Háfeta

Helgina 8-10 júní fer fram á Brávöllum á Selfossi opið gæðingamót og úrtaka Sleipnis, Ljúfs og Háfeta. Ákveðið hefur verið að hafa tvöfalda úrtöku og ákveður fólk við skráningu hvort það taki þátt í seinni umferð úrtökunnar. Fyrri umferð mótsins gildir til úrslita en seinni umferðin er eingöngu úrtaka. Hæsta einkunn hvers hests gildir inn á Landsmót.

Til að auðvelda tölvuvinnu á mótinu biðjum við keppendur vinsamlegast að haka við gæðingaflokkur 1" og "gæðingaflokkur 2" í þeim flokki sem þeir skrá ef þeir ætla í báðar umferðir. T.d. ef keppandi ætlar að skrá hest í A flokk tvöfalda umferð þá hakar viðkomandi bæði í A flokkur gæðingaflokkur 1 og A flokkur gæðingaflokkur 2. Ef knapi ætlar eingöngu í fyrri umferð þá hakar hann í "gæðingaflokkur 1" í viðkomandi keppnisgrein.

Skráning er opin og fer fram á Sportfeng. lýkur henni 5.júní.
http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningargjald er eftirfarandiA-flokkur, B-flokkur og ungmennaflokkur; 5000 kr
Unglingaflokkur og barnaflokkur; 4000 kr.

Staðfesting á millifærslu berist á gisli-@hotmail.com.

24.05.2018 08:09

Sameiginlegur æskulýðsreiðtúr Sleipnis, Ljúfs og Háfeta (breytt dagsetning)


Æskulýðsreiðtúr - laugardagurinn 2. júní 2018
Lagt af stað kl. 13:30 frá Reiðhöll Sleipnis. Reiðtúrinn tekur ca. klukkustund til eina og hálfa með góðum stoppum.
Síðan myndum við grilla, spjalla og leika okkur eitthvað saman eftir reiðtúrinn í Reiðhöllinni.
Æskulýðsnefnd Sleipnis sér um mat og drykk


Æskulýðsnefnd Sleipnis

11.05.2018 13:09

Kvennareiðtúr


Kvennareiðtúr Ljúfs verður laugardaginn 16. júní, mæting kl. 16:00. 
Nánar auglýst þegar nær dregur - takið daginn frá ??
Ferðanefndin
Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 347519
Samtals gestir: 55393
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 20:52:32