14.03.2021 21:39
Námskeið hjá Arnar Bjarka
Mikil ánægja var með námskeið helgarinnar þar sem aðstaða fyrir menn og hesta var til fyrirmyndar og kennslan frábær! Takk
![]() |
|||||||
|
10.02.2021 09:39
Aðalfundur frestaður
Vegna óviðraðanlegra aðstæðna í samfélaginu getum við ekki haldið aðalfund eins og er en útlit er fyrir að höftum muni létta að einhverju leiti í mars og þar sem félagsmenn vildu í miklum meirihluta halda fundinn í persónu frekar en á netinu þá munum við fresta aðalfundinum til betri tíma. Hlökkum til að geta hist og farið yfir árið. Ef einhver vill koma erindi til stjórnar er velkomið að senda póst á h.ljufur@gmail.com.
Stjórn Ljúfs.
06.02.2021 00:03
Pollanámskeið
Seinustu helgi var haldið frábært reiðnámskeið á Grænhóli hjá Þórdísi Erlu fyrir allra yngstu Ljúfsfélagana okkar. Allir stóðu sig frábærlega og sýndu greinilega framför enda kennarinn frábær. Hér eru kátir krakkar a ferð
![]() |
|||
|
05.12.2020 22:34
Tilkynning frá beitarnefndinni
Beitarnefnd vill minna þá Ljúfsfélaga sem eru með hesta í beitarhólfum Ljúfs að huga vel að sínum hestum þar sem sá tími er kominn að allra veðra er von, það þarf að fylgjast vel með holdafar og einnig hvort hestar eru farin að mynda hnjúska, þá eru þau oft fljót að missa hold, þetta getur gerst á örfáum dögum. Einnig viljum við minna á að öll hross þurfa að vera farin úr beitarhólfum fyrir áramót.
Kveðja beitarnefnd
![]() |
02.12.2020 14:35
Hæfileikamótun LH - auglýst eftir umsóknum
Auglýst er eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH á fyrir árið 2021 fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur).
Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.
Fyrirkomulag er eftirfarandi:
- Hópar verða starfræktir; á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Skagafirði, Eyjafirði, Austurlandi og Suðurlandi. Við hvetjum knapa til að sækja um á þeim stað sem þeim hentar best.
- Kennsla fer fram einu sinni í mánuði frá janúar til maí (7x45mín einkatímar). Í maí verður vinna vetrarins færð yfir á keppnisvöllinn.
- Hugræn vinna með þjálfara þar sem farið verður í markmiðasetningu, líkamsbeitingu knapa, hugarfar og sjálfstraust.
- Fyrirlestrar frá aðilum úr íþróttahreyfingunni.
- Að hausti hittast allir þátttakendur án hests í hópefli og fræðslu.
Þjálfarar í Hæfileikamótun LH 2021
- Höfuðborgarsvæðið - Hanna Rún Ingibergsdóttir og Gústaf Ásgeir Hinriksson
- Vesturland - Randi Holaker
- Norðurland - Fanney Dögg Indriðadóttir (Akureyri) og Þorsteinn Björnsson (Skagafirði)
- Austurland - Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir
- Suðurland - Sigvaldi Lárus Guðmundsson, sem einnig er yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH
Kostnaður knapa er 100.000 kr. fyrir árið.
Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknarblaði á vefsíðu LH. Æskilegt er að senda inn yfirlit keppnisárangurs og tengil í videóupptöku af knapa á youtube eða öðrum miðlum.
Umsóknarfrestur er til 6. desember 2020
Nánari upplýsingar á skrifstofu LH, 514-4030 lh@lhhestar.is.
![]() |
30.10.2020 10:28
Aðgangur að myndefni á WF fyrir allar félagsmenn
Við viljum segja með gleði frá því að Hestamannafélagið Ljúfur hefur keypt aðgang að öllu myndefni á www.worldfengur.com fyrir sína félagsmenn. Ljúfur ákvað að kaupa aðgang að myndefni, þar sem ekki er hægt að bjóða upp á neina fræðslu fyrir félagsmenn og hvað er betra á þessum tímum en að geta horft á fallegar og góðar hestar í WF?
Núna geti þið horft á öll myndböndin sem eru í WF.
Allir félagsmenn Ljúfs eiga rétt á ókeypis aðgang að WF, ef þið viljið aðgang og eru ekki búin að fá hann þá þurfi þið bara að senda okkur tölvupóst á h.ljufur@gmail.com með netfang sem á að skrá fyrir ykkar aðgang.
Kveðja, Stjórn Ljúfs
28.10.2020 09:44
Tilkynning frá stjórninni
Þann 24.10.2020 ákvað Jón Guðlaugsson af persónulegum ástæðum að segja af sér úr stöðu formaður hestamannafélagsins Ljúfs. Samkvæmt lögum tekur varaformaður við embætti og varastjórnarmaður kemur inn í stjórn fram að næsta aðalfund.
Við þökkum Jóni fyrir vel unnin störf, sem hann sýndi af krafti síðan hann kom í stjórnina.
Kveðja, Stjórn Ljúfs
26.10.2020 21:56
Tilkynning frá Rarik
Rafmagnslaust verður í Álfafelli, Friðarstöðum, Gufudal og Selhæðum í Hveragerði 27.10.2020 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna tengivinnu í háspennukerfi. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.
25.10.2020 00:41
Jón Guðlaugsson segir af sér sem formaður Ljúfs
Her kemur fram tilkynning frà formanni Hestamannafelags Ljùfs Jòni Gudlaugssyni.Formadur Hestamannafelagsins Ljùfs segir her med af ser formennsku svo og öllum störfum fyrir Felagid.Vona ad mìn störf hafi verid jàkvæd og uppbyggileg fyrir felagid og skilad einhverju jàkvædu og uppbyggilegu fyrir æskulýdsstarfid og felagsstarfid ì heild sinni .Eg tek undir med frambjódanda til formanns Landsambands Hestamanna ad felagsstarf eru sjàlfbodavinna en ekki pòlitik og skìtkast .Eg mun nù snùa mer ad fjölskylduhestamennsku à ný med mìnum dætrum dæturdætrum og dòttursyni og þeim felögum sem eg hef fengid ad njòta med à Vorsarbæjarvöllum. Kærar þakkir allir sem eg hef fengid ad vera adnjòtandi ad hafa starfad med og kannski gert eitthvad gagn med mìnu innlegg. En svona er þettad mìn àkvördun og stendur. Kv Jón Guðlaugsson
13.10.2020 10:55
Eiðfaxablað til styrktar barna- og unglingastarfi
Vantar þig áskrift að Eiðfaxablaðinu? Nú geturðu fengið blaðið og styrkt æskulýðsstarf Ljúfs í leiðinni um 5000 kr ef þú verður áskrifandi í að minnsta kosti 12 mánúðir. Til að panta áskrift að Eiðfaxa hestablað, sendu tölvupóst "EIÐFAXI" með nafn og kennitölu þess sem gerist áskrifandi og greiðandi á h.ljufur@gmail.com fyrir 31.10.2020 og við göngum frá þessu fyrir þig.
Kveðja, æskulýðsnefnd Hestamannafelagið Ljufur Hveragerði
|
||||||
26.09.2020 23:20
Peysur til styrktar æskulýðsnefndar Ljúfs
Eins og Jón Guðlaugsson Nielsen, Formaður Ljúfs segir oft "Gerum þetta saman". Nú ætlum við að sameina krafta okkur og styrkja æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Ljúfs.
Hestamannafélagið Ljúfur, Reiðskólinn á Bjarnastöðum og Exmerkt Skiltagerð ætla i sameiningu að selja peysur og rennur allur ágóðinn til æskulýðsnefndar Ljúfs. Peysurnar verða svartar "háskólapeysur" með nettu Ljúfsmerki að framanverðu, Reiðskólinn á Bjarnastöðum á bakinu og Exmerkt á handleggnum.
Peysurnar fást í 128, 140 og 164 og eru peysur til að máta komnar til Coru á Bjarnastöðum. Það geta allir keypt sér peysu sem vilja, maður þarf ekki að vera þátttakandi á reiðnámskeiði né félagi í Ljúf, en við viljum auðvitað hvetja alla til þess að ganga í félagið. Cora tekur a móti pöntunum fyrir peysurnar og tekur einnig á móti skráningum í hestamannafélagið.
Við ætlum að bjóða nýliðum 16 ára og yngri, peysu ásamt félagsaðild fyrir árið 2020 á 5000 kr
Börn sem eru nú þegar í félaginu greiða 4000 kr fyrir peysur
Stök peysa er á 4500 kr
Félagsaðild fyrir börn er 1000 kr á ári
Félagsaðild fyrir fullorðna er 6000 kr á ári
Ef 2 börn og 2 fullorðin ganga í félagið á saman tíma þá fái þið 2 peysur og félagsaðild fyrir 2020 fyrir alla 4 á 16.000 kr
(Felagsgjaldið miðast við 2020)
![]() |
||
|
26.09.2020 21:57
52 börn sækja nám í haustreiðskóla Ljúfs á Bjarnastöðum
Í haust stendur Hestamannafélagið Ljúfur í samstarfi við Reiðskólann á Bjarnastöðum í Ölfusi fyrir 9 vikna haustnámskeiði. 52 börn eru skráð til leiks og mæta þau 1x í viku í 120 mín í senn. Lögð er áhersla á að börnin umgangist öll dýrin á Bjarnastöðum af virðingu, læri að undirbúa hrossin fyrir reiðtímann og verði tillitssamir hestamenn og -konur. Kennslan fer fram á Bjarnastöðum þar sem eru til staðar hestar, reiðtygi, reiðgerði, inniaðstaða, fínar reiðleiðir og auðvitað Cora Claas sem er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Við erum mjög glöð yfir þeim frábæru móttökum sem þetta nýja verkefni hefur fengið, sem börn frá Hveragerði, Ölfusi, Þorlákshöfn, Selfossi og Reykjavík taka þátt í.
![]() |
||||||
|
30.07.2020 14:55
Firmakeppni Ljúfs - Úrslit
![]() |
Síðast liðin laugardag var haldið glæsilegt firmakeppni Ljúfs.
Mætingin var frábær 22 keppendur mættu til leiks og allt að 70 gestir komu við til að fylgjast með. Viðburðurinn var síðan fagnaður með grillveislu og gjafabréf voru dreginn út úr nöfnum allra keppendur.
Við viljum þakka öllum fyrirtækjum og sjálfsbóðaaðliðum sem voru að styðja viðburðinn á einn eða annan hátt kærlega fyrir.
Fyrirtækin sem studdu viðburðin voru:
Arion Banki (gaf allar bikara og verðlaunapeningar)
Skyrgerðin
Matkráin
Østerby hár
Hótel Örk
Iceland Activities
Náttúrulækningarhælið Hveragerði NLHV
Shellskálinn
Húsalagnir ehf
Ísleifur Jónsson ehf
Ás Dvalaheimili
Fagvís fasteignasala
M.G. hús ehf
Gjafabréfin fengu:
Snorri Jón - 8000kr inneign hjá Matkráin
Aníta Lív - klipping í Østerby
Pia Beiwinkler - klipping í Østerby
Gerður Lilja - klipping í Østerby
Helena Perla - gjafabréf fyrir 4 manns í aparólu frá Iceland Activities
Jón Guðlaugsson - gisting, þriggja rétta kvöldverður og morgunmatur fyrir 2 á Hótel Örk (Jón ætla að gefa gjafabréfið sitt á næsta viðburð sem er haldið í ágúst)
Úrslit:
Pollaflokkur kepptu fyrir Arion Banka
(ekki er raðað í sæti í Pollaflokk, hér er eingöngu lista yfir keppendur)
Amanda Björt Bergþórsdóttir
Alex Bjarki Bergþórsson
Egill þór Snævarsson
Helena Perla Hansen
Gerður Lillý Janúsardóttir
Kormákur Tumi Claas Arnarsson
Barnaflokkur kepptu fyrir Hótel Örk
1. Katla Björk Claas Arnarsdóttir - Stjarna frá Egg
2. Aníta Lív Snævarsdóttir - Dögg frá Hveragerði
3. Páll Emanúel Hansen - Amadeus
Unglingarflokkur kepptu fyrir Arion Banka
1. Konráð Karl Kristjánsson - Brellir frá Skeiðholtum
Ungmennaflokkur kepptu fyrir Arion Banka
1. Jónina Baldursdóttir - Oðinn frá Kirkjuferju
Karlaflokkur
1. Snorri Jón Pálsson - Vandi frá Vindási - Matkráin
2. Örn Karlsson - Talia frá Gljúfurárholti - Ísleifur Jónsson ehf
3. Ægir Guðmundssob - Glóblesi frá Reykjavík - Østerby hár
4. Kristján Karl Gunnarsson - Jökull frá Götu - Ás Dvalaheimili
Kvennaflokkur
1. Björg Ólafsdóttir - Kolgrímur frá Klukku - Náttúrulækningarhælið Hveragerði NLHV
2. Ragna Helgadóttir - Stórstjarna frá Kjarri - Húsalagnir ehf
3. Cora J. Claas - Sleipnir frá Syðra-Langholti - Shellskálinn
Heldri Konur og Menn
1. Eirikur Gylfi Helgason - Eyja frá Varmá - Hótel Örk
2. Helga Ragna Pálsdóttir - Bleikur frá Kjarri - Fagvís fasteignasala
3. Jón Guðlaugsson - Gyðja frá Kaðalsstöðum - M.G. hús ehf
Við þökkum fyrir glæsilegan viðburð og frábæran stuðning.
Fleiri myndir má sjá í myndaalbúm. Ljósmyndari var Berit Hübener
14.07.2020 19:38
Firmakeppni
02.06.2020 22:15
Kvennareiðtúr laugardaginn 6. júní
Kvennareiðtúr sem vera átti laugardaginn 6. júní er aflýst vegna þátttökuleysis
- 1
- 2