22.03.2017 08:16

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið á Sunnuhvoli og hefst 3. apríl og verður kennt á mánudögum og miðvikudögum. Reiðkennari er Arnar Bjarki Sigurðarson.

Hægt er að fá einkatíma eða vera 2 til 3 saman í einu. Verð fyrir 50 mín einkatíma er 5000kr, tveir saman er 3500kr á mann og þrír saman, 3000kr á mann.

Námskeiðið henntar vel fyrir vana knapa.

Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Bryndísi í síma 7716951.

13.03.2017 16:16

Góugleði 18. mars

Ferða-og skemmtinefnd boðar til Góugleði laugardaginn 18. mars hjá Ljúfsfélögum.
Reiðtúr kl. 13:00 í dalnum og súpa og fínerí í félagsheimilinu kl. 17:00, verð 2000 kr. og öl á barnum. Skráning á facebook eða í s. 863 2251, Helga

02.03.2017 15:21

Töltmót 4. mars

Töltmót laugardaginn 4. mars kl. 14:00 á félagssvæði Ljúfs

Veðurspáin er mjög góð svo keppnin fer fram úti, á velli Ljúfs við félagsheimilið. Mótið er haldið með Háfetafélögum
Keppt verður í pollaflokki.
Yngri flokkur keppenda frá 10 ára að 17 ára.
Eldri flokkur 17 ára og eldri
Kaffi á könnunni í félagsheimilinu
skráning hálftíma fyrir mót, 2000 kr. skráningargjald (enginn posi)
Sjáumst hress, mótanefnd Ljúfs

22.02.2017 16:16

Morgunkaffi laugardaginn 25. febrúar

Morgunkaffi í félagsheimili Ljúfs nk. laugardag 25. feb. kl 10:30, (kostar 500 kr. f. fullorðna). Ferðanefndin mætir og rætt verður um sumarferð, hvert langar ykkur?
Sjáumst hress og kát

15.02.2017 11:53

Frá mótanefnd Ljúfs


Ljúfur og Háfeti verða með sameiginleg mót í vetur.


Fyrsta hallarmótið verður í Reiðhöll Guðmundar, riðið verður tölt með hraðabreytingum.

Keppt verður 3 flokkum, pollaflokkur,  yngri en 17 ára og  17 ára og eldri

 

 Laugardagur 18. febrúar kl. 14:00 - Þorlákshöfn 

 Laugardagur 4. mars - Eldhestar
 Laugardagur 18. mars Hallarmót tölt
 Laugardagur 29. apríl íþróttamót tölt, fjórgangur og fimmgangur.
 Laugardagur 10. júní gæðingamót.


Skráningargjald 2000 kr. og skráning fer fram á staðnum hálftíma fyrir mót. (enginn posi)

Mótin verða nánar auglýst þegar nær dregur


Mótanefndir Ljúfs og Háfeta

25.01.2017 08:15

Aðalfundur 2017


Aðalfundur Hestamannafélagsins Ljúfs verður haldinn í félagsheimilinu, þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20:00

 

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf

 

Formaður

22.01.2017 20:59

Fundarboð til stjórnar og nefndarmanna Ljúfs

Stjórn og nefndarmenn Ljúfs eru boðaðir til fundar í félagsheimili Ljúfs nk. þriðjudag, 24. janúar kl. 20:00
Fundarefni: Undirbúningur fyrir aðalfund og nýtt starfsár

Með kveðju frá formanni Ljúfs

03.12.2016 23:07

Íþróttamaður ársins 2016

Íþróttamaður ársins 2016 - tilnefning
Ljúfur þarf að senda inn tilnefningu fyrir íþróttamann ársins, bæði í Hveragerði og í Ölfusi.
Knapar, vinsamlega sendið árangursskýrslu til Aldísar, aldis@heilsustofnun.is - í síðasta lagi á þriðjudaginn, 6. des.

24.11.2016 09:20

Íbúafundur um skipulagsmál í Hveragerði


Ljúfsfélagar og hesthúseigendur á Vorsabæjarvöllum

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20:00 verður íbúafundur í Grunnskólanum í Hveragerði þar sem fjallað verður um heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis.

 

Kynnt verður:
 aðalskipulagstillaga á vinnslustigi, sem felur í sér stefnu bæjarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál til ársins 2029.
 tillaga um verndun yfirbragðs elsta byggðarkjarna bæjarins
 tillaga um verndun verðmætra trjáa
 tillögur um umferðarskipulag og umferðaröryggi

Auk þess verða á fundinum kynnt áform Orteka Partners á Íslandi slf. um uppbyggingu á ferðaþjónustu í Ölfusdal.

Sjá auglýsingu á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is

01.11.2016 16:02

Ógreidd félagsgjöld

Ógreidd félagsgjöld

Enn eiga nokkrir félagar eftir að greiða félagsgjaldið fyrir 2016

Skv. lögum félagsins eru félagar sem skulda félagsgjald um áramót teknir út af félagatalinu og missa þar með aðgang sinn að Worldfeng sem fylgir félagsaðildinni.

26.09.2016 15:11

Frumtamninganámskeið hjá Ljúfi í október

Frumtamninganámskeið hjá Ljúfi í október

Haldið verður frumtamninganámskeið á Sunnuhvoli í október. Kennt verður tvö kvöld í viku í fjórar vikur, klukkustund í senn og á milli eru æfingar heima. Fjórir þátttakendur verða í hóp og kennari er Arnar Bjarki Sigurðarson. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og markmiðið er að það verði reiðfært á námskeiðinu. Námskeiðið kostar 35.000 kr.


Hægt er að hýsa tryppin á Sunnuhvoli á námskeiðstímanum og kostar það 35.000 kr. Innifalið í því er hirðing ásamt æfingaaðstöðunni í reiðhöllinni til að æfa á milli tíma.

Skráning hjá Aldísi í síma 864 4743

Æskulýðs- og fræðslunefnd Ljúfs

17.08.2016 12:32

Reiðtúr í Hafið bláa laugardaginn 3. september

Takið frá laugardaginn 3. september því þá er reiðtúr í Hafið bláa, nánar auglýst síðar

14.07.2016 11:33

Frá beitarnefnd Ljúfs


Verð fyrir beit 2016 er 1.500 á hest pr. mánuð, beitin á túnunum við hesthúsin kostar 2.000 kr. Vinsamlega greiðið fyrirfram fyrir beitina inn á reikning félagsins 0314-13-014724 kt. 510682-0689 og skrifið nafn greiðanda sem skýringu

Nánari upplýsingar hjá Gumma Fúsa í s. 898 6163

11.07.2016 10:07

Hestaferð Ljúfs 5. - 7. ágúst 2016

Kæru Ljúfsfélagar 
Nú er stefnt á þriggja daga ferð dagana 5.-7.ágúst inn í Gljúfurleit sem staðsett er á Gnúpverjaafrétti. Þar verður gist í tvær nætur og hugmyndin er sú að föstudagurinn fari í að ríða inn í Gljúfurleit en þá verður annað hvort lagt af stað frá Búrfellsflötum eða Hólaskógi og bílar/hestakerrur geymdir þar. Á laugardeginnum er stefnt á að fara í skemmtilegan reiðtúr um nærumhverfi Gljúfurleitar en þar eru til að mynda fallegir fossar s.s. Dynkur og Gljúfurleitafoss. Á sunnudeginum  er svo riðið til baka. Æskilegt er að vera með tvo til reiðar og gott væri ef fólk gæti látið vita ef áhugi er fyrir hendi svo hægt sé að áætla fjölda. 
Kveðja Ferða- og skemmtinefnd, nánari upplýsingar hjá Sveini í s. 775 0843 eða Helgu Margréti í s. 863 2251 


31.05.2016 16:23

Opið gæðingamót og úrtaka Sleipnis, Ljúfs og Háfeta


Opið gæðingamót og úrtaka Sleipnis, Ljúfs og Háfeta. Gæðingakeppni verður á Brávöllum á Selfossi 3.-5. júní næstkomandi. Gæðingakeppnin verður einnig úrtaka fyrir Sleipni, Ljúf og Háfeta og verður keppt í A flokki, B flokki,C-flokki , ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Einn keppandi verður inná velli í einu. Í úrtökunni verða farnar tvær umferðir og eiga keppendur þess kost að skrá sig í seinni umferð klukkutíma eftir að fyrri umferð líkur. 
Skráning er hafin á http://skraning.sportfengur.com/ og lokar þriðjudaginn 31. maí á miðnætti. 
Til að skrá sig í C-flokk þarf að velja keppnisgrein sem heitir annað. 
Ef um millifærslur á greiðslu er að ræða þarf að senda staðfestingu á gjaldkeri@sleipnir.is 

Drög að dagskrá: Föstudagur 3. júní: Fyrri umferð í A-flokk,  laugardagur 4. júní: Fyrri umferð í B-flokku,Ungmenna-,unglinga og barnaflokk auk forkeppni í C-flokk. Einnig seinni umferð í A-flokk , Sunnudagur 5. Júní: Seinni umferð í B-flokk,Ungmenna-,unglinga og barnaflokk. Úrslit í öllum greinum .
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 7
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 294613
Samtals gestir: 46862
Tölur uppfærðar: 30.3.2017 10:41:50