27.09.2021 23:28

Nefndir

Nefndarstörf skipta lykilmáli til að halda úti góðu og metnaðarfullu starfi hjá félögum eins og hestamannafélaginu okkar. Við tökum fagnandi á móti félögum sem hafa áhuga á að sitja í nefndum eða vilja koma með ábendingar eða hugmyndir um skemmtilega viðburði, námskeið eða annað sem viðkemur starfsemi Ljúfs.

Hér eru starfandi nefndir hestamannafélagsins Ljúfs:

Beitar- og mannvirkjanefnd:
Jóhann Ævarsson formaður
Erla Björk Tryggvadóttir
Jóhann Pétur Jensson
Sabine Bernholt
Ægir Guðmundsson

Ferða og skemmtinefnd:
Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir
Erla Björk Tryggvadóttir
Jóhann Pétur Jensson
Nicolas Gadanyi
Ragnhildur Gísladóttir
Snævar Freyr Sigtryggson

Mótanefnd:
Endilega hafið samband í gegnum h.ljufur@gmail.com ef þið hafið áhuga á að starfa í mótanefnd!

Reiðveganefnd:
Arnar Bjarki Árnason
Claudia Schenk
Cora Jovanna Claas
Geert Cornelis

Æskulýðsnefnd:
Margrét Polly Hansen formaður
Birgitta Ýr Sævarsdóttir
Lovísa Bragadóttir
Mikkalína Mekkín Gísladóttir
Telma Rún Runólfsdóttir

23.09.2021 18:53

Aðalfundur Ljúfs

Síðbúinn aðalfundur Hestamannafélagsins Ljúfs var haldinn 22. september 2021 í Grunnskólanum í Hveragerði.

Dagskrá fundarins var kosning formanns og ritara, lagabreytingar og hefðbundin aðalfundarstörf.

Fundarstjóri var kosinn Halldór Guðmundsson og leiddi hann fundinn.

Mættir voru 22 félagar og var fundurinn lýstur löglegur og rétt til hans boðað.

Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 2020. Reikningar voru yfirfarnir af skoðunarmönnum og samþykkti fundurinn reikningana.

Gengið var til kosninga á  formanni og ritara og voru þeir kosnir til tveggja ára.

Varamenn voru kosnir til tveggja ára.

Eftirfarandi lagabreytingar voru lagðar fram og samþykktar af fundinum:

 • III.6.gr Ef ekki finnast skoðunarmenn má leita til fagaðila.
 • III.9.gr Ekki verður boðað til aðalfundar með sms.

 

Ný stjórn Ljúfs:

Formaður: Ragnhildur Gísladóttir

Varaformaður: Erla Björk Tryggvadóttir

Gjaldkeri: Cora Jovanna Claas

Ritari: Þórunn Bjarnadóttir

Meðstjórnandi: Snævar Freyr Sigtryggsson

Varamaður í stjórn: Arnar Bjarki Árnason

Varamaður í stjórn: Nicolas Gadanyi

10.09.2021 11:38

Aðalfundur Ljúfs haldið í Grunnskólanum þann 22.09.21 kl 20

Aðalfundur Ljúfs verður haldinn Grunnskólanum í Hveragerði Miðvikudaginn, 22. september 2021 kl. 20:00    
Hvetjum félagsmenn að mæta með nýliðar á fundinn og að skrá netfangið sitt með að senda post á h.ljufur@gmail.com 
Kveðja, Stjórnin

 

17.07.2021 22:00

Firmakeppni og afmælishátið Ljúfs

Góður dagur að kveldi kominn. Í dag var haldið firmakeppni Ljúfs og afmælishátið Ljúfs sem er 60 ára á þessu ári.
Við þökkum þátttakendum, firmum, dómurum og áhorfundum fyrir frábæran dag. 
Þátttakan var frábær, veðrið gerist ekki betur og stemninginn í dalnum var yndisleg. Við endum daginn eftir frábæra keppni með pitsaveislu og að draga úr vinningshafa gjafabréfa (sjá neðst).
Úrslit dagsins:
POLLAFLOKKUR - öll börnin riðu sjálf og voru þau öll í fyrsta sæti og fengu bikar
Hugi Þór Haraldsson - Mosa (Agnes) frá Vatni 13 vt móálótt - SHELLSKÁLINN
Jóhanna Sóldís Stefánsdóttir - Kisa 29 vt fífilbleik - BIRGIR Í BRATTAHLÍÐ
Kormákur Tumi Claas Arnarsson - Grámann frá Narfastöðum 26 vt grár - HVERABLÓM HVERAGERÐI 
Hrafnhildur Þráinsdóttir - Höfði frá Þórkelshóli 20 vt jarpur MGHÚS
Karítas Gyða Helgadóttir - Stjarna frá Egg 18 vt rauðstjörnótt - LAGNAVIRKJUN EHF
Þóranna Ágústsdóttir - Hrafntinna frá Skyggni 17 vt brún -SÓLHESTAR
Hekla Sif Snorradóttir - Ljóska frá Efri -Brúnavöllum1 22 vt rauðglófext - PULA
BARNAFLOKKUR
1. Katla Björk Claas Arnarsdóttir - Kraftur frá Þórlákshöfn 14 vt - REIÐSKÓLINN Á BJARNASTÖÐUM Í ÖLFUSI
2. Sóldís Ósk Stéfánsdóttir - Hrafntinna frá Skyggni 17 vt - ÞORDÍS ERLA GUNNARSDÓTTIR
UNGMENNAFLOKKUR
1. Jónína Baldursdóttir - Aþena frá Stokkseyri 9 vt - KJARR EHF
2. Lisa María Zerrer - Vafi frá Stóradal 13 vt - HÓTEL ÖRK
KVENNAFLOKKUR
1. Antonía Kahlau - Dimmur frá Blesastöðum 1A 7 vt - JÓN GUÐLAUGSSON
2. Jónina Baldursdóttir - Óðinn frá Kirkjuferju 13 vt - AUÐSHOLTSHJÁLEIGA
3. Áslaug Fjóla - Zhofanies frá Klukku 8 vt - KJÖRÍS EHF
4. Cora Claas - Sleipnir frá Syðra-Langholti - JÁRN OG HÓFAR CAROLINE 
5. Julía Kock - Blær frá Stóra-Dal 19 vt - ATLAS PREMIUM SIA
KARLAFLOKKUR
1. Sigurður Ragnarsson - Flosi frá Þúfu 26 vt - TINDUR SJÚKRAÞJÁLFUN HVERAGERÐI
2. Nicolas Gadanyi - Kraftur frá Þórlákshöfn 14 vt - ØSTERBY HÁRSTÓFA SELFOSSI
3. Jón Guðlaugsson - Gyðja frá Kaðlastöðum 25 vt - ELDHESTAR
4. Ægir Guðmundsson - Hrafn frá Langholti 2 - 16 vt - ICELAND ACTIVITY HVERAGERÐI 
Aðrar firmu sem styrktu viðburðin ýmis með gjafabréfum, blómaskreytingum eða peningum:
SURF AND TURF SELFOSSI
ÖLVERK HVERAGERÐI 
MATKRÁIN HVERAGERÐI 
ARNON EHF
RÓSAKAFFI
SMYRILL LINE 
SKYRGERÐIN HVERAGERÐI 
VILHJÁLMUR ROE EHF
REIÐSKÓLINN HESTALÍF 
GJAFABRÉF fengu:
Hestaferð hjá Eldhestum - Þórunn
Pizza og gós hjá Ölverk - Nicolas Gadanyi
Surf and Turf - Danni Daníel Ben
Einkatíma hjá Þordísi Erlu Gunnarsdóttir - Karítas (Birgitta Ýr)
Østerby Hár - Klipping - Siggi á Þúfu
Ferð í aparólu - Iceland Activities - Elli Sig 
Skyrgerðin - Antonía Ben
1 vika rekstraþjálfun - Pulu - Júlia Kock Ben
Borðspil - Hverablóm - Jón (hann gaf það áfram til Kötlu og Kormáks)
Østerby Hár - Klipping - Þóranna (Álfhildur)
Gisting og matur Hótel Örk - Áslaug Fjóla 
Matkráin - Kormákur Tumi
Fjölskyldutilbóð Rósakaffi - Logi Laxdal

 

 

11.07.2021 19:27

Firmakeppni Ljúfs

Kæru félagar,
Laugardaginn 17.07.2021 kl. 15 verður haldið Firmakeppni Ljúfs og grillveisla í beinu framhaldi til að fagna 60 ára afmæli Ljúfs.
ATH!: hægt verður að leigja hest í polla og barnaflokk geng vægu gjaldi hjá Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi það þarf að panta þá!
Fleiri upplýsingar um það á https://www.facebook.com/h.ljufur
Eignabikarar fyrir 5 efstu sætin í hverjum flokk og allir pollar fá bikar ??
Keppt verður í teymdir Polla- teymdir og riðandi, Barna-, Unglingar-, Ungmenna, Karla- 1, karla- 2, Konu- 1, konuflokk 2 og einnig heldri konur og menn.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst Ljúfs, motnefndljufs@gmail.com fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests og flokkur.
Mótið hefst kl. 15 Grill og veitingar kosta 1800kr fyrir félagsmenn og mak

 
 

a á aldrinum 18-69 ára en frìtt fyrir undir 18 àra og yfir 70 àra ??
Á meðan grillið er í gangi verdur dregið um fjölda gjafabrefum. Allir keppendur og forskráðir gestir í grillveisluna verða ì þeim potti.
Höfum gaman og gerum þetta saman. Làtid vita hvort þið mætið à linknum með viðburdinn, tölvupósti eða skrifa her à síðuna.
Kær kveðja, mótanefnd og stjórn Hestamannafelagsins Ljùfs

 

23.04.2021 10:38

Beitarmál

Beitar og mannvirkjanefnd Ljúfs hélt fund á vordögum og var ákveðið að beitargjald yrði

4000 kr. fyrir Dalinn og Engjastykkið og 3000 kr. fyrir Sólborgarlandið á mánuði fyrir hestinn.

Þeir sem hafa áhuga á að hafa hross í beit á beitasvæði Ljúfs þurfa að panta beit á netfangið Beit.ljufur@gmail.com og skrá inn nafn, fjöldi hesta,lit ,aldur og kyn. Einnig þarf að koma framm á hvaða svæði þeir hafa áhuga að beita fyrir 1 júní 2021. Dalurinn og Engjastykkið eru eingöngu ætlað þeim hestum sem verða í brúkun og Sólborgarlandið þeim sem ekki verða brúkaði.

Bankanúmer beitarreiknings.

0314-13-14724

kt.:510682-0689

Kveðja beitarnefnd.

14.03.2021 21:39

Námskeið hjá Arnar Bjarka

Mikil ánægja var með námskeið helgarinnar þar sem aðstaða fyrir menn og hesta var til fyrirmyndar og kennslan frábær! Takk

Arnar Bjarki Sigurðarson

 
 
   
 

10.02.2021 09:39

Aðalfundur frestaður

Vegna óviðraðanlegra aðstæðna í samfélaginu getum við ekki haldið aðalfund eins og er en útlit er fyrir að höftum muni létta að einhverju leiti í mars og þar sem félagsmenn vildu í miklum meirihluta halda fundinn í persónu frekar en á netinu þá munum við fresta aðalfundinum til betri tíma. Hlökkum til að geta hist og farið yfir árið. Ef einhver vill koma erindi til stjórnar er velkomið að senda póst á h.ljufur@gmail.com.

Stjórn Ljúfs.

06.02.2021 00:03

Pollanámskeið

Seinustu helgi var haldið frábært reiðnámskeið á Grænhóli hjá Þórdísi Erlu fyrir allra yngstu Ljúfsfélagana okkar. Allir stóðu sig frábærlega og sýndu greinilega framför enda kennarinn frábær. Hér eru kátir krakkar a ferð ??

 
 

05.12.2020 22:34

Tilkynning frá beitarnefndinni

Beitarnefnd vill minna þá Ljúfsfélaga sem eru með hesta í beitarhólfum Ljúfs að huga vel að sínum hestum þar sem sá tími er kominn að allra veðra er von, það þarf að fylgjast vel með holdafar og einnig hvort hestar eru farin að mynda hnjúska, þá eru þau oft fljót að missa hold, þetta getur gerst á örfáum dögum. Einnig viljum við minna á að öll hross þurfa að vera farin úr beitarhólfum fyrir áramót.

Kveðja beitarnefnd

 

02.12.2020 14:35

Hæfileikamótun LH - auglýst eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH á fyrir árið 2021 fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur).

Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.

Fyrirkomulag er eftirfarandi:

 • Hópar verða starfræktir; á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Skagafirði, Eyjafirði, Austurlandi og Suðurlandi. Við hvetjum knapa til að sækja um á þeim stað sem þeim hentar best.
 • Kennsla fer fram einu sinni í mánuði frá janúar til maí (7x45mín einkatímar). Í maí verður vinna vetrarins færð yfir á keppnisvöllinn.
 • Hugræn vinna með þjálfara þar sem farið verður í markmiðasetningu, líkamsbeitingu knapa, hugarfar og sjálfstraust.
 • Fyrirlestrar frá aðilum úr íþróttahreyfingunni.
 • Að hausti hittast allir þátttakendur án hests í hópefli og fræðslu. 

Þjálfarar í Hæfileikamótun LH 2021 

 • Höfuðborgarsvæðið - Hanna Rún Ingibergsdóttir og Gústaf Ásgeir Hinriksson
 • Vesturland - Randi Holaker
 • Norðurland - Fanney Dögg Indriðadóttir (Akureyri) og Þorsteinn Björnsson (Skagafirði)
 • Austurland - Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir
 • Suðurland - Sigvaldi Lárus Guðmundsson, sem einnig er yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH

Kostnaður knapa er 100.000 kr. fyrir árið.

Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknarblaði á vefsíðu LH. Æskilegt er að senda inn yfirlit keppnisárangurs og tengil í videóupptöku af knapa á youtube eða öðrum miðlum.

Umsóknarfrestur er til 6. desember 2020 

Nánari upplýsingar á skrifstofu LH, 514-4030 lh@lhhestar.is.

 

30.10.2020 10:28

Aðgangur að myndefni á WF fyrir allar félagsmenn

Við viljum segja með gleði frá því að Hestamannafélagið Ljúfur hefur keypt aðgang að öllu myndefni á www.worldfengur.com fyrir sína félagsmenn. Ljúfur ákvað að kaupa aðgang að myndefni, þar sem ekki er hægt að bjóða upp á neina fræðslu fyrir félagsmenn og hvað er betra á þessum tímum en að geta horft á fallegar og góðar hestar í WF?

Núna geti þið horft á öll myndböndin sem eru í WF.

?????? Allir félagsmenn Ljúfs eiga rétt á ókeypis aðgang að WF, ef þið viljið aðgang og eru ekki búin að fá hann þá þurfi þið bara að senda okkur tölvupóst á h.ljufur@gmail.com með netfang sem á að skrá fyrir ykkar aðgang.

Kveðja, Stjórn Ljúfs

 

28.10.2020 09:44

Tilkynning frá stjórninni

Þann 24.10.2020 ákvað Jón Guðlaugsson af persónulegum ástæðum að segja af sér úr stöðu formaður hestamannafélagsins Ljúfs. Samkvæmt lögum tekur varaformaður við embætti og varastjórnarmaður kemur inn í stjórn fram að næsta aðalfund.
Við þökkum Jóni fyrir vel unnin störf, sem hann sýndi af krafti síðan hann kom í stjórnina.
Kveðja, Stjórn Ljúfs 
 

26.10.2020 21:56

Tilkynning frá Rarik

Rafmagnslaust verður í Álfafelli, Friðarstöðum, Gufudal og Selhæðum í Hveragerði 27.10.2020 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna tengivinnu í háspennukerfi. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

25.10.2020 00:41

Jón Guðlaugsson segir af sér sem formaður Ljúfs

Her kemur fram tilkynning frà formanni Hestamannafelags Ljùfs Jòni Gudlaugssyni.Formadur Hestamannafelagsins Ljùfs segir her med af ser formennsku svo og öllum störfum fyrir Felagid.Vona ad mìn störf hafi verid jàkvæd og uppbyggileg fyrir felagid og skilad einhverju jàkvædu og uppbyggilegu fyrir æskulýdsstarfid og felagsstarfid ì heild sinni .Eg tek undir med frambjódanda til formanns Landsambands Hestamanna ad felagsstarf eru sjàlfbodavinna en ekki pòlitik og skìtkast .Eg mun nù snùa mer ad fjölskylduhestamennsku à ný med mìnum dætrum dæturdætrum og dòttursyni og þeim felögum sem eg hef fengid ad njòta med à Vorsarbæjarvöllum. Kærar þakkir allir sem eg hef fengid ad vera adnjòtandi ad hafa starfad med og kannski gert eitthvad gagn med mìnu innlegg. En svona er þettad mìn àkvördun og stendur. Kv Jón Guðlaugsson

 • 1
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 451677
Samtals gestir: 76005
Tölur uppfærðar: 22.10.2021 05:51:49