30.07.2020 14:55

Firmakeppni Ljúfs - Úrslit

 

Síðast liðin laugardag var haldið glæsilegt firmakeppni Ljúfs.

Mætingin var frábær 22 keppendur mættu til leiks og allt að 70 gestir komu við til að fylgjast með. Viðburðurinn var síðan fagnaður með grillveislu og gjafabréf voru dreginn út úr nöfnum allra keppendur. 

Við viljum þakka öllum fyrirtækjum og sjálfsbóðaaðliðum sem voru að styðja viðburðinn á einn eða annan hátt kærlega fyrir. 

 

Fyrirtækin sem studdu viðburðin voru:

Arion Banki (gaf allar bikara og verðlaunapeningar)

Skyrgerðin

Matkráin

Østerby hár

Hótel Örk

Iceland Activities 

Náttúrulækningarhælið Hveragerði NLHV

Shellskálinn

Húsalagnir ehf

Ísleifur Jónsson ehf

Ás Dvalaheimili

Fagvís fasteignasala

M.G. hús ehf

 

 

Gjafabréfin fengu:

Snorri Jón - 8000kr inneign hjá Matkráin

Aníta Lív - klipping í Østerby

Pia Beiwinkler - klipping í Østerby

Gerður Lilja - klipping í Østerby

Helena Perla - gjafabréf fyrir 4 manns í aparólu frá Iceland Activities 

Jón Guðlaugsson - gisting, þriggja rétta kvöldverður og morgunmatur fyrir 2 á Hótel Örk (Jón ætla að gefa gjafabréfið sitt á næsta viðburð sem er haldið í ágúst)

 

Úrslit:

 

Pollaflokkur kepptu fyrir Arion Banka

(ekki er raðað í sæti í Pollaflokk, hér er eingöngu lista yfir keppendur)

 

Amanda Björt Bergþórsdóttir

Alex Bjarki Bergþórsson

Egill þór Snævarsson

Helena Perla Hansen

Gerður Lillý Janúsardóttir

Kormákur Tumi Claas Arnarsson

 

Barnaflokkur kepptu fyrir Hótel Örk

 

1. Katla Björk Claas Arnarsdóttir - Stjarna frá Egg

2. Aníta Lív Snævarsdóttir - Dögg frá Hveragerði

3. Páll Emanúel Hansen - Amadeus

 

Unglingarflokkur kepptu fyrir Arion Banka

 

1. Konráð Karl Kristjánsson - Brellir frá Skeiðholtum

 

Ungmennaflokkur kepptu fyrir Arion Banka

 

1. Jónina Baldursdóttir - Oðinn frá Kirkjuferju

 

Karlaflokkur

 

1. Snorri Jón Pálsson - Vandi frá Vindási - Matkráin

2. Örn Karlsson - Talia frá Gljúfurárholti - Ísleifur Jónsson ehf

3. Ægir Guðmundssob - Glóblesi frá Reykjavík - Østerby hár

4. Kristján Karl Gunnarsson - Jökull frá Götu - Ás Dvalaheimili

 

Kvennaflokkur

 

1. Björg Ólafsdóttir - Kolgrímur frá Klukku - Náttúrulækningarhælið Hveragerði NLHV

2. Ragna Helgadóttir - Stórstjarna frá Kjarri - Húsalagnir ehf

3. Cora J. Claas - Sleipnir frá Syðra-Langholti - Shellskálinn

 

Heldri Konur og Menn

 

1. Eirikur Gylfi Helgason - Eyja frá Varmá - Hótel Örk

2. Helga Ragna Pálsdóttir - Bleikur frá Kjarri - Fagvís fasteignasala

3. Jón Guðlaugsson - Gyðja frá Kaðalsstöðum - M.G. hús ehf

 

Við þökkum fyrir glæsilegan viðburð og frábæran stuðning.

Fleiri myndir má sjá í myndaalbúm. Ljósmyndari var Berit Hübener

14.07.2020 19:38

Firmakeppni

Firmakeppni Ljúfs verður haldin þann 25. júlí nk. upp í dal.
Nánari upplýsingar koma síðar.

02.06.2020 22:15

Kvennareiðtúr laugardaginn 6. júní

Kvennareiðtúr sem vera átti laugardaginn 6. júní er aflýst vegna þátttökuleysis


14.05.2020 13:34

Aðalfundur

Aðalfundur hestamannafélagsins Ljúfs

verður í þetta sinn haldinn í

Grunnskólanum í Hveragerði

þriðjudaginn 26. maí 2020 kl. 20:00

 

Dagskrá fundarins:

- Venjuleg aðalfundarstörf

- Kostning gjaldkera, varaformans og meðstjórnanda

- Áhugasamir félagsmenn óskast til að starfa í æskulýðsnefnd svo og öðrum nefndum

19.04.2020 22:58

Horfum björtum augum til framtíðar

 

Undanfarin vikurnar eru búnar vera mjög undanlega og hafa mörgum reynst erfitt. Þetta er því míður ekki búið, en við stöndum saman í þessu og vonum að allt sem gerist eftir 4.maí gengur upp á við. Stefnd er að halda aðalfund Ljúfs í lók maí ef gefið verður grænt ljós á slíkar samkomu. Við stefnum einnig á að kynna námskeið sumarins um leið og von er um að halda má slíkar viðburðir. Hugsanlega þarf að halda árlega sumarnámskeið með breyttu sniði. Gjarnan viljum við heyra í ykkur hverju ykkur finnst mætti betrumbæta á sumarnámskeiðum eða námskeiðum alment.

Endilega sendið okkur línu á h.ljufur@gmail.com

 

 

 

17.04.2020 11:17

Landsmót 2020 frestað til 2024

Vegna Covid 19 hefur verið ákveðið að fresta Landsmót Hestamanna 2020 sem haldið átti á Hellu í summar til ársins 2022, sjá frétt hér að neðan.

https://www.landsmot.is/is/news/landsmoti-hestamanna-2020-frestad

 

 

 

11.02.2020 23:09

Aðalfundur Ljúfs-frestað

Af óviðráðanlegum orsökum hefur aðalfundi hestamannafélagsins Ljúfs sem halda átti á morgun 12 febrúar verður frestað um óákveðin tíma. Nýtt fundarboð verður auglýst á heimasíðu Ljúfs svo og Facebooksíðu og Dagskránni þegar nær dregur. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu á fundinum .kv Jón Guðlaugsson formaður Hestamannafélagsins Ljúfs.

05.02.2020 14:57

Aðalfundur Ljúfs

Hestamannafélag Ljúfur 2020 - Auglýsing aðalfundar miðvikudaginn 12. febrúar, kl. 20.00 í félagsheimili Ljúfs upp í Dal.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning gjaldkera, varaformanns og meðstjórnanda
2. Skýrsla stjórnar og nefndar
3. Reikningar félagsins fyrir árið 2019
4. Kosning stjórnar
5. önnur mál.

Allir félagsmenn eru velkomin, einnig gestir sem eru áhugasamir um að skrá sig í félagið. Að mæta á aðalfund er góð leið til að koma fram sína skoðun og tillögu að bættri félagsstarfi.
Það verður heitt á könnuni og eitthvað með því.
Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórnin

 

12.12.2019 23:45

Haustnámskeið

Haustnámskeiði hestamannafélagsins Ljúfs í Hveragerði og Ölfusi lauk þann 18.des börn tóku þátt að þessu sinni. Allir nemendurnir riðu þrautabraut með miklum tilþrifum undir styrkri stjórn reiðkennaranna og mátti sjá framfarirnar og gleðina sem skein á allar vorum. Síðan var fjölmennt til verðlaunaafhendingar í félagsheimili Ljúfs sem greinilega er orðið of lítið ef nýliðun æskunnar í félaginu heldur svona áfram á næsta ári. Smá jólagleði piparkökur og kókómjólk og pitsuveisla í lokin.

 
 
 

 
   

 
   
   

26.11.2019 18:18

Vísindaferð

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig Vísindaferð Ljúfs 2019 Laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00, verður lagt af stað með rútu frá félagsheimili Ljúfs og verða heimsótt glæsileg hrossaræktarbú á Suðurlandi. Þar á meðal Kjarr syðri-Gegnishólar og Sumarliðabær. Endað á mat á Hjarðarbóli. Nánari upplýsingar og skráning í síma: 899-9050 Janus

17.11.2019 23:00

Kæru félagsmenn

Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar. Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr.

https://tix.is/is/specialoffer/pebkqunsybeaw

Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði.

 

 

04.11.2019 22:12

Vísindaferð Ljúfs 2019

Laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00, verður lagt af stað með rútu frá félagsheimili Ljúfs og verða heimsótt glæsileg hrossaræktarbú á Suðurlandi. Þar á meðal Kjarr og Sumarliðabær. Endað á mat á Hjarðarbóli. Nánari upplýsingar og skráning í síma: 899-9050 Janus

07.09.2019 13:33

Nefndarfundur

Vegna mikill anna félagsmanna við leitir og smölun er nefndarfundum áður auglýst 22 sept frestað til laugardagsins 12 oct kl 11.00. Fundurinn hefst með kaffi og opnu spjalli. Svo verður farið yfir viðburði og framkvæmdir sem hafa farið fram á árinu 2019. Unnin verði drög að framkvæmdum og dagskrá fyrir haustið og árið 2020 allir félagsmenn velkomnir á fundin með sínar hugmyndir um skemmtilega viðburði. Nýjar vandaðar og flottar Ljúfs úlpur verða kynntar og tilbúnar til mátunar.

 
 
 
 
 
 
 
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 49
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 405048
Samtals gestir: 64924
Tölur uppfærðar: 4.8.2020 06:27:12