26.09.2020 23:20

Peysur til styrktar æskulýðsnefndar Ljúfs

 

Eins og Jón Guðlaugsson Nielsen, Formaður Ljúfs segir oft "Gerum þetta saman". Nú ætlum við að sameina krafta okkur og styrkja æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Ljúfs.

Hestamannafélagið Ljúfur, Reiðskólinn á Bjarnastöðum og Exmerkt Skiltagerð ætla i sameiningu að selja peysur og rennur allur ágóðinn til æskulýðsnefndar Ljúfs. Peysurnar verða svartar "háskólapeysur" með nettu Ljúfsmerki að framanverðu, Reiðskólinn á Bjarnastöðum á bakinu og Exmerkt á handleggnum.

Peysurnar fást í 128, 140 og 164 og eru peysur til að máta komnar til Coru á Bjarnastöðum. Það geta allir keypt sér peysu sem vilja, maður þarf ekki að vera þátttakandi á reiðnámskeiði né félagi í Ljúf, en við viljum auðvitað hvetja alla til þess að ganga í félagið. Cora tekur a móti pöntunum fyrir peysurnar og tekur einnig á móti skráningum í hestamannafélagið.

Við ætlum að bjóða nýliðum 16 ára og yngri, peysu ásamt félagsaðild fyrir árið 2020 á 5000 kr

Börn sem eru nú þegar í félaginu greiða 4000 kr fyrir peysur

Stök peysa er á 4500 kr

Félagsaðild fyrir börn er 1000 kr á ári

Félagsaðild fyrir fullorðna er 6000 kr á ári

Ef 2 börn og 2 fullorðin ganga í félagið á saman tíma þá fái þið 2 peysur og félagsaðild fyrir 2020 fyrir alla 4 á 16.000 kr

(Felagsgjaldið miðast við 2020)

 
Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 42
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 429609
Samtals gestir: 71753
Tölur uppfærðar: 12.4.2021 05:37:09