23.09.2021 18:53

Aðalfundur Ljúfs

Síðbúinn aðalfundur Hestamannafélagsins Ljúfs var haldinn 22. september 2021 í Grunnskólanum í Hveragerði.

Dagskrá fundarins var kosning formanns og ritara, lagabreytingar og hefðbundin aðalfundarstörf.

Fundarstjóri var kosinn Halldór Guðmundsson og leiddi hann fundinn.

Mættir voru 22 félagar og var fundurinn lýstur löglegur og rétt til hans boðað.

Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 2020. Reikningar voru yfirfarnir af skoðunarmönnum og samþykkti fundurinn reikningana.

Gengið var til kosninga á  formanni og ritara og voru þeir kosnir til tveggja ára.

Varamenn voru kosnir til tveggja ára.

Eftirfarandi lagabreytingar voru lagðar fram og samþykktar af fundinum:

  • III.6.gr Ef ekki finnast skoðunarmenn má leita til fagaðila.
  • III.9.gr Ekki verður boðað til aðalfundar með sms.

 

Ný stjórn Ljúfs:

Formaður: Ragnhildur Gísladóttir

Varaformaður: Erla Björk Tryggvadóttir

Gjaldkeri: Cora Jovanna Claas

Ritari: Þórunn Bjarnadóttir

Meðstjórnandi: Snævar Freyr Sigtryggsson

Varamaður í stjórn: Arnar Bjarki Árnason

Varamaður í stjórn: Nicolas Gadanyi

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 451671
Samtals gestir: 76003
Tölur uppfærðar: 22.10.2021 04:28:58