03.12.2016 23:07

Íþróttamaður ársins 2016

Íþróttamaður ársins 2016 - tilnefning
Ljúfur þarf að senda inn tilnefningu fyrir íþróttamann ársins, bæði í Hveragerði og í Ölfusi.
Knapar, vinsamlega sendið árangursskýrslu til Aldísar, aldis@heilsustofnun.is - í síðasta lagi á þriðjudaginn, 6. des.

24.11.2016 09:20

Íbúafundur um skipulagsmál í Hveragerði


Ljúfsfélagar og hesthúseigendur á Vorsabæjarvöllum

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20:00 verður íbúafundur í Grunnskólanum í Hveragerði þar sem fjallað verður um heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis.

 

Kynnt verður:
 aðalskipulagstillaga á vinnslustigi, sem felur í sér stefnu bæjarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál til ársins 2029.
 tillaga um verndun yfirbragðs elsta byggðarkjarna bæjarins
 tillaga um verndun verðmætra trjáa
 tillögur um umferðarskipulag og umferðaröryggi

Auk þess verða á fundinum kynnt áform Orteka Partners á Íslandi slf. um uppbyggingu á ferðaþjónustu í Ölfusdal.

Sjá auglýsingu á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is

01.11.2016 16:02

Ógreidd félagsgjöld

Ógreidd félagsgjöld

Enn eiga nokkrir félagar eftir að greiða félagsgjaldið fyrir 2016

Skv. lögum félagsins eru félagar sem skulda félagsgjald um áramót teknir út af félagatalinu og missa þar með aðgang sinn að Worldfeng sem fylgir félagsaðildinni.

26.09.2016 15:11

Frumtamninganámskeið hjá Ljúfi í október

Frumtamninganámskeið hjá Ljúfi í október

Haldið verður frumtamninganámskeið á Sunnuhvoli í október. Kennt verður tvö kvöld í viku í fjórar vikur, klukkustund í senn og á milli eru æfingar heima. Fjórir þátttakendur verða í hóp og kennari er Arnar Bjarki Sigurðarson. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og markmiðið er að það verði reiðfært á námskeiðinu. Námskeiðið kostar 35.000 kr.


Hægt er að hýsa tryppin á Sunnuhvoli á námskeiðstímanum og kostar það 35.000 kr. Innifalið í því er hirðing ásamt æfingaaðstöðunni í reiðhöllinni til að æfa á milli tíma.

Skráning hjá Aldísi í síma 864 4743

Æskulýðs- og fræðslunefnd Ljúfs

Flettingar í dag: 166
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 303010
Samtals gestir: 48644
Tölur uppfærðar: 26.9.2017 07:06:46